Opnað fyrir tilnefningar til Menntaverðlauna

Menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent á Menntadegi atvinnulífsins sem fer fram á Hilton Reykjavík Nordica 11. febrúar 2026.

Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála.
– Fyrirtækjum er velkomið að tilnefna sig sjálf.
– Einungis er hægt að tilnefna aðildarfélaga innan SA.

Tilnefningar berist eigi síðar en föstudaginn 16. janúar.

Verðlaun eru sem fyrr veitt í tveimur flokkum, menntafyrirtæki ársins og menntasproti ársins.

Menntafyrirtæki ársins 2026

Við mat á umsóknum er lögð sérstök áhersla á íslenskt framlag við þróun, aðlögun og innleiðingu verkefna, sem og hvernig fræðslan innan fyrirtækja mætir þörfum íslensks vinnumarkaðar. Einnig er tekið tillit til verkefna sem byggja á alþjóðlegri fræðslu, að því gefnu að framlag Íslendinga til þróunar, aðlögunar og innleiðingar sé skýrt og að verkefnið styðji við þarfir vinnumarkaðarins hér á landi.

· Stefna og framtíðarsýn fyrirtækisins í fræðslumálum

· Aðgengi og þátttaka starfsfólks í fræðslu

· Fræðsluleiðir

· Mat á árnagri

Menntasproti ársins 2026

Leitað er eftir verkefnum sem stuðla að nýsköpun í fræðslu sem styrkir starfsfólk og fyrirtæki á íslenskum vinnumarkaði.

· Nýsköpun og þróun

· Aðgengi og fjölbreytt notkun

· Framtíðarsýn og áhrif

Nánari útlistun viðmiða er að finna í tilnefningarforminu

Tilnefnið hér


Menntadagur atvinnulífsins
 er sameiginlegt verkefni SA, SI, SVÞ, SAF, SFS, SFF og Samorku.