Nýting fallvatna og jarðhita í sátt við umhverfið – ráðstefna 1. mars

Fimmtudaginn 1. mars standa VFÍ og TFÍ fyrir ráðstefnu á Grand Hótel um nýtingu fallvatna og jarðhita í sátt við umhverfið. Ráðstefnan er haldin með stuðningi Samorku o.fl., og hana munu meðal annarra ávarpa Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra og Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra. Sjá nánar á vef VFÍ.