Ný tækifæri til orkuöflunar

Er eitthvað vit í að nýta sólarorku á Íslandi?
Hvað er vindorka á smærri skala?
Munu heimili og fyrirtæki í framtíðinni hafa eitthvað hlutverk í nýrri orkuöflun?

Þetta eru nokkrar spurningar sem starfshópur á vegum umhverfis-, orku- og loftslagsráðherrra tókst á við í nýrri skýrslu sem út kom fyrr á árinu. Í þessum þætti Lífæða landsins eru niðurstöður skýrslunnar ræddar við Ásmund Friðriksson þingmann og Gunnlaugu Helgu Ásgeirsdóttur Msc. í sjálfbærum orkuvísindum, en þau sátu bæði í starfshópnum.

Þáttastjórnendur eru Finnur Beck og Lovísa Árnadóttir.

Skýrsluna má lesa á heimasíðu umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis.