28. janúar 2016 Norræna vatnsveituráðstefnan 2016 – Innsending ágripa úr erindum í fullum gangi Fagaðilar á sviði vatnsveitna eru hvattir til að senda inn erindi á Norrænu vatnsveituráðstefnuna, en innsending ágripa úr erindum fyrir ráðstefnuna er nú í fullum gangi og fer fram hér á heimasíðu ráðstefnunnar. Frestur til þess að senda inn ágrip úr erindum er 29. janúar – ef áhugi er fyrir því að senda inn ágrip úr erindi, en það næst ekki fyrir tímafrestinn, þá er hægt að láta vita af því í póstfangið sigurjon@samorka.is. Call for abstracts fyrir ráðstefnuna má nálgast það hér: 10. Norræna vatnsveituráðstefnan (The 10th Nordic drinking water conference) verður haldin á Íslandi í ár, dagana 28.-30. september í Hörpu. Ráðstefnan er haldin á tveggja ára fresti og skiptast norðurlöndin á að halda hana. Í ár er hún skipulögð af Samorku í samstarfi önnur norræn samtök vatnsveitna. Á dagskrá verða erindi, vinnustofur, vísindaferð og fleira tengt öllum helstu málum er varða starfsemi vatnsveitna.