Nordenergi

 

Nordenergi

 
Raforkusamtök Norðurlanda hafa stofnað samtökin Nordenergi.
Á fundi formanna og framkvæmdastjóra rafveitusambanda Norðurlanda, sem haldinn var í  Ósló þann 26. sept. s.l. var ákveðið að stofna sameiginlegan vettvang fyrir raforkugeirann. Aðdragandi er nokkuð langur og má segja að þetta mál hafi verið til umræðu öðru hvoru seinasta áratuginn. Samböndin hafa fundið til þess að sameiginleg rödd raforkufyrirtækja væri máttlítil og heyrðist vart í umræðunni um sameiginlegan raforkumarkað í Evrópu.
Nordenergi mun taka yfir samstarf rafveitusambandanna sem verið hefur óformlegt fram að þessu. Að formi til er Nordenergi byggt á samskonar skipulagi Nordvarme, sem er samstarfsvettvangur norrænu hitaveitusamtakanna. Formennska og framkvæmdastjórn mun flytjast milli aðildarlandanna með tveggja ára millibili. Fyrstu tvö árin mun forsvarið vera á höndum Svía.
 Á fundinum var sent bréf til orkuráðherrum Norðurlanda, sem héldu samráðsfund 30. sept. Í bréfinu var gerð grein fyrir stofnun Nordenergi og óskað eftir samstarfi við að leita lausna til aukins öryggis raforkuflutningskerfisins á Norðurlöndum.