29. maí 2019 Lið RARIK Fagmeistari Samorku 2019 Það var lið RARIK sem stóð uppi sem sigurvegari í Fagkeppni Samorku eftir æsispennandi keppni á milli níu liða! Framkvæmda- og tæknidagurinn er fyrsti dagur fagþings rafmagns sem haldið var í Reykjanesbæ dagana 22. – 24. maí. Dagurinn er sérstaklega ætlaður fagfólki í framkvæmdum. Eftir fyrirlestra um tækniþróun, öryggismál og fleira var keppt í ýmsum greinum, góðri blöndu af gamni og alvöru, eins og samsetningu á heimlagnarkapli, uppsetningu á búnaði í götuskáp, mælaskiptum og auðvitað stígvélakasti. Alls tóku níu lið þátt frá Norðurorku, HS Veitum, Veitum, RARIK, Landsneti og Orkubúi Vestfjarða og Gunnar Sigurðarson, eða Gunnar á völlum, lýsti því sem fram fór. Bestum samanlögðum árangri náði lið RARIK, sem hlýtur því titilinn Fagmeistari Samorku 2019.