30. júní 2016 Kalt vatn ódýrt á Íslandi Íslensk heimili greiða um 28 þúsund krónur á ári fyrir kalt vatn. Í Stokkhólmi er greitt sama verð, en á hinum Norðurlöndum þarf að borga allt að þrisvar sinnum meira. Í Osló kostar hljóðar reikningur fyrir kalda vatnið upp á um 46 þúsund krónur á ári og í Helsinki 50 þúsund krónur. Kaupmannahöfn sker sig úr, en þar þarf að punga út um 100 þúsund krónum á hverju ári. Tæplega helmingur af þeirri upphæð eru skattar, en auk virðisaukaskatts sem hin Norðurlöndin leggja á kalda vatnið rukka Danir einnig sérstaka vatnsskatta. Miðað er við reikning fyrir 100 fermetra íbúð og þrjá íbúa. Á Íslandi er víðast hvar greitt fast verð fyrir kalt vatn óháð magni og miðast upphæðin við fasteignamat. Á hinum Norðurlöndunum er greitt eftir notkun. Íslendingar nota töluvert meira magn af vatni á mann en aðrir Norðurlandabúar.