20. mars 2024 Kallað eftir skýrri sýn stjórnvalda Í ályktun aðalfundar kalla samtökin eftir skýrri sýn frá stjórnvöldum um hvernig ná eigi markmiðum um kolefnishlutleysi, þar sem ljóst sé að á þeim vettvangi hafi orðið afturför á undanförnum mánuðum. Samtökin kalla einnig eftir því að leyfisveitingarferli verði einfölduð, þau gerð skilvirkari og að eitt og sama ferlið gildi um allar atvinnugreinar. Samorka leggur til að lög um verndar- og orkunýtingaráætlun verði lögð af. Einnig kemur fram að allir orku- og veituinnviðir landsins standi nú frammi fyrir erfiðum áskorunum og skiptir þá engu hvort horft sé til vatnsveitu, fráveitu, hitaveitu eða raforkumála. Miklar breytingar séu framundan sem kalli á uppbyggingu og miklar fjárfestingar, auk þess sem orku- og veitufyrirtæki glími við erfitt og ófyrirsjáanlegt leyfisveitinga- og skipulagsferli. Ályktun aðalfundar Samorku 2024_samþykkt