30. september 2015 Hreint vatn er forsenda allrar matvælaframleiðslu Vatn er undistaða alls lífs og hreint vatn er forsenda allrar matvælaframleiðslu, sagði Eðvald Sveinn Valgarðsson, gæðastjóri Kjarnafæðis, í erindi sínu í málstofu Samorku á umhverfisdegi atvinnulífsins. Eðvald fjallaði m.a. um hringrás vatnsins, fjölbreytta vatnsnotkun í matvælaframleiðslu, gæðavottanir, örverumælingar, afhendingaröryggi, góð samskipti við vatnsveitu og mikilvægi áreiðanlegra vatnsgæða í öllu ferlinu. Alls liggur notkun á 70 þúsund tonnum af vatni að baki framleiðslu fyrirtækisins á þremur þúsundum tonna af kjötvöru. Þá fjallaði Eðvald m.a. um ISO 9001 gæðastaðalinn, sem felur í sér eftirlit og keðju vöktunar frá fyrsta frumframleiðanda til afhendingar vörunnar til viðskiptavinar. Allt framleiðsluferlið er vaktað og þar er hreinleikinn lykilatriði. Erindi Eðvalds: Veituþjónusta og matvælaframleiðsla (PDF 797 KB)