Horfur á stórauknum arðgreiðslum Landsvirkjunar

Fjárhagsstaða Landsvirkjunar hefur styrkst mikið undanfarin ár og að óbreyttu ætti fyrirtækið að geta greitt 10-20 milljarða króna á ári í arð til eiganda síns, íslenska ríkisins, innan fárra ára. Sú upphæð gæti þó orðið mun hærri við breyttar forsendur, t.d. með tilkomu sæstrengs til Evrópu. Þetta er meðal þess sem fram kom í erindi Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, á ársfundi fyrirtækisins í Hörpu á 50 ára afmælisári þess. Erindi Harðar má nálgast hér á vef Landsvirkjunar, og upptökur af öllum fundinum og erindi hans er að finna hér, m.a. ávarp Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra þar sem hann fjallaði um stofnun sérstaks orkuauðlindasjóðs.