15. janúar 2016 Góð staða í miðlunarlónum, ekki útlit fyrir að takmarka þurfi raforkuframboð Staðan í miðlunarlónum Landsvirkjunar um áramót telst góð og ekki er útlit fyrir að takmarka þurfi raforkuframboð vegna stöðu miðlana fram á vor. Október var hlýr á landinu og hiti almennt yfir meðallagi. Um miðjan október fylltust bæði Hálslón og Þórisvatn. Sjá nánar á vef Landsvirkjunar.