20. febrúar 2015 Gjaldeyrisskapandi fyrirtækjum í Fjarðabyggð gert að búa við eitt lakasta afhendingaröryggi raforku á landinu Stórum orkunotendum og gjaldeyrisskapandi fyrirtækjum í Fjarðarbyggð er gert að búa við eitt lakasta afhendingaröryggi raforku í landinu. Þetta kom fram í erindi Páls Björgvins Guðmundssonar, bæjarstjóra Fjarðabyggðar í erindi hans á aðalfundi Samorku. Auk þess kom fram í máli Páls að mögulega sé stefnt í uppnám þeirri uppbyggingu og atvinnuþróun sem vænta mátti á Austurlandi, samfara uppbyggingu stóriðju. Einnig sé framþróun í sjávarútvegi, m.a með rafvæðingu, ógnað. Sjá nánar í erindi Páls.