15. janúar 2025 Ganga þarf lengra í grundvallarbreytingum á rammaáætlun Rætt var um stöðu rammaáætlunar og reynslu af henni á fjölsóttum fundi Samorku þann 14. janúar. Þar var farið yfir nýjar tillögur frá starfshópi umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um endurskoðun á lögum um rammaáætlun og þau sem hafa unnið með rammaáætlun í gegnum tíðina sögðu frá vanköntum á því að vinna með það flókna og þunga kerfi sem hún hefur reynst vera. Með framsögu á fundinum fóru Hilmar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og formaður starfshóps ráðuneytisins, Katrín Helga Hallgrímsdóttir lögfræðingur Samorku, Ketill Sigurjónsson framkvæmdastjóri Zephyr Iceland og Jón Kjartan Ágústsson sérfræðingur í skipulagsmálum hjá Orkuveitunni. Framsögufólk tók svo þátt í pallborði undir stjórn Finns Beck framkvæmdastjóra Samorku en þá bættust einnig við þau Jóna Bjarnadóttir framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun og Magnús Ásbjörnsson framkvæmdastjóri Reykjavík Geothermal. Vegna tæknilegra örðugleika í fundarsalnum var ekki hægt að streyma fundinum né nota glærur. Hér fyrir neðan er því upptaka af fundinum og glærur framsögufólks fyrir áhugasöm. Hilmar kynnti vinnu starfshópsins og fyrirkomulag vinnu hans, kosti og galla við rammaáætlun og niðurstöðu um að halda rammaáætlun en auka skilvirkrni hennar. Út fyrir rammann – Kynning formanns starfshóps um endurskoðun rammaáætlunarDownload Í erindi Samorku voru tillögur um nýtt orkuþróunarskipulag kynntar og rök færð fyrir því að framtíðarfyrirkomulag ætti að miða að því að orkuvinnsla verði háð sambærilegu regluverki og önnur atvinnustarfsemi í landinu. Út fyrir rammann – Kynning SamorkuDownload Í erindi Ketils var farið yfir af hverju rammaáætlun og vindorka fer ekki saman. Út fyrir rammann – Kynning Zephyr IcelandDownload Jón Kjartan fór yfir hvernig rammaáætlun tekur ekki mið af eðli jarðhita, þar sem kröfur fyrir rammann eru óraunhæfar, óvissa mikill og sömuleiðis kostnaður auk þess sem fyrirsjáanleiki er enginn. Út fyrir rammann – Kynning OrkuveitunarDownload Karitas Guðjónsdóttir ljósmyndari smellti myndum af framsögufólki og fundargestum og hér má sjá þær. Myndir frá opnum fundi Samorku 14. janúar um stöðu rammaáætlunar og reynslu af henni