4. apríl 2017 Framkvæmdaleyfi Kröflulínu 4 stendur Mastur Kröflulínu 4 Framkvæmdaleyfi fyrir Kröflulínu 4 í Skútustaðahreppi stendur – úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði í dag kröfu Landverndar og Fjöreggs um að leyfið yrði fellt úr gildi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landsneti í dag. Það var mat nefndarinnar að sveitarfélagið hafi staðið rétt að útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir Kröflulínu 4. Með þessari niðurstöðu er allri óvissu um framkvæmdaleyfi Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4 eytt og öll framkvæmdaleyfi á leiðinni í gildi. Framkvæmdir við línurnar hefjast aftur eftir páska. Úrskurðinn má finna á heimasíðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.