Forrit WHO um virkni innri eftirlitskerfa vatnsveitna

Samorka hefur fengið Maríu J. Gunnarsdóttur til að þýða og staðfæra forrit WHO (Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar) um virkni innra eftirlits vatnsveitna. María var jafnframt leiðbeinandi á námskeiði Samorku um notkun forritsins, sem haldið var í lok október sl. Nú er hægt að nálgast á forritið á vef WHO.

Smellið á linkinn hér, eða afritið hann hér að neðan og límið inn í vafra. Þar er hægt að velja að hlaða niður (e. Download, hægra megin á síðunni) forritinu og vista sem excel skjal. Síðan er farið inn í excel-skjalið og upp í security warning, hakað við þar sem stendur enable this content (og þá fer rauða svæðið af). Loks er hægt að velja íslensku undir language, en þá er m.a. hægt að nálgast þar leiðbeiningar á íslensku.

Linkurinn á síðuna (ef ekki virkar að smella hér fyrir ofan):
http://www.who.int/water_sanitation_health/publications/wsp_qa_tool/en/index1.html