Dagur kalda vatnsins

Hreint neysluvatn er mikil auðlind

Í dag 22. mars er alþjóðlegur dagur kalda vatnsins. Þema dagsins í ár er aðgengi að neysluvatni.

Á Íslandi búum við við afar gott aðgengi að hreinu neysluvatni, sem stuðlar að heilbrigði allra landsmanna. Vatnið er okkar helsta auðlind.

Meðalnotkun heimilis í Reykjavík er 165 lítrar af köldu vatni á dag á hvern einstakling, sem er það hæsta sem gerist á Norðurlöndunum. Vatnsnotkun í iðnaði er miklu meiri en heimilisnotkun. Sérstaklega á þetta við um fiskiðnaðinn þar sem mikið vatn er notað til að þvo og kæla fiskinn. Til fiskeldis, iðnaðar, neysluvatns, húshitunar og fleira nýtast 10 rúmmetrar af ferskvatni á sekúndu, eða um tvöfalt rennslu Elliðaánna. Það magn er þó minna en 1% auðlindarinnar á landinu.

Milljarðar manna um allan heim búa ekki svo vel að hafa aðgengi að hreinu neysluvatni og er það eitt af sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna að breyta því fyrir árið 2030.

Á vef Samorku fá finna fleiri upplýsingar um vatnið okkar.

Til hamingju með dag kalda vatnsins!