Hugum að hitaveitunni Samorka býður til morgunfundar um málefni hitaveitna, stöðu jarðhitaauðlindarinnar og forðamála fimmtudaginn 17. nóvember í Kaldalóni, Hörpu, kl. 9 – 10.30. Boðið verður upp á morgunhressingu frá 8.30. Dagskrá: Staðan tekin hjá veitunumVeitur: Hera Grímsdóttir, framkvæmdastýra Rannsókna og þróunar hjá ORSelfossveitur: Sigurður Þór Haraldsson, veitustjóriNorðurorka: Hjalti Steinn Gunnarsson, fagstjóri hitaveitu Hvernig geta stjórnvöld stutt við sjálfbæra þróun hitaveitna? Marta Rós Karlsdóttir, sviðsstjóri sjálfbærrar orkunýtingar hjá Orkustofnun Almar Barja, fagsviðsstjóri hjá Samorku, tekur saman tölfræði um hitaveitur og gefur hollráð til sparnaðar Fundarstjóri er Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku. Allir eru velkomnir á fundinn og aðgangur er ókeypis, en skráningar er óskað í forminu hér fyrir neðan. Fundinum verður einnig streymt. Gott er að merkja við „going“ við viðburðinn á Facebook til að fá áminningu þegar streymið hefst. Nafn Netfang Fyrirtæki Skrá mig Δ
Desemberfundur 2022 Desemberfundur Samorku verður haldinn fimmtudaginn 1. desember á Hótel Borg. Vinsamlegast skráið þátttöku á forminu neðar á síðunni. Allt starfsfólk aðal- og aukafélaga Samorku er hjartanlega velkomið að skrá sig á fundinn og á jólahlaðborðið. Desemberfundur Samorku er ekki opinn almenningi. Almennur fundur hefst kl. 15.30 með fræðandi dagskrá, þar sem valin ráð og hópar kynna starfið síðustu misseri. Sérstakir gestir fundarins verða Ingibjörg Ísaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins og Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar. Að fundi loknum verður jólahlaðborð þar sem borðin svigna undan kræsingum að hætti hússins. Djass söngkonan Rebekka Blöndal sjá um ljúfa tóna undir borðhaldi. Jólahlaðborðið er opið bæði fundargestum og mökum þeirra. Að þessu loknu verður eftirpartý til kl. 01 á Skuggabaldri. Nánari upplýsingar um matseðilinn má sjá hér: Hotel-Borg-Jol-buffet-2022.docx-002Download Vinsamlegast skráið þátttöku á Desemberfund og jólahlaðborð í eftirfarandi formi: Nafn Netfang Fyrirtæki Ég mæti á jólahlaðborð (verð 11.900) Ég tek með gest/maka á jólahlaðborðið (verð 11.900) Δ
Nægt heitt vatn í vetur? Samorka býður til opins morgunfundar um viðkvæma stöðu hitaveitna og jarðhitaauðlindarinnar almennt fimmtudaginn 17. nóvember í Kaldalóni í Hörpu. Bráðabirgðadagskrá gerir ráð fyrir erindum frá Veitum, Norðurorku, Selfossveitum, Samorku og Orkustofnun. Nánari dagskrá og tímasetning verður auglýst síðar en endilega takið morguninn frá!
14. október 2022 Nýr upplýsingavefur opnaður á þriðjudag Samtök iðnaðarins, Landsvirkjun, Samorka og Efla hafa tekið höndum saman um að opna nýjan upplýsingavef um orkunotkun Íslands, orkuskipti og áhrif þeirra í Kaldalóni í Hörpu þriðjudaginn 18. október kl. 14-15.30. Yfirskrift fundarins er Orkuskipti – hvað þarf til að ná fullum orkuskiptum og hver gæti efnahagslegur ávinningur Íslands verið? Á fundinum verður vefurinn opnaður og ný greining um efnahagslegan ávinning Íslands af orkuskiptum kynnt. Þátttakendur í dagskrá: Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherraSigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SIHörður Arnarson, forstjóri LandsvirkjunarSigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SIHaukur Ásberg Hilmarsson, hagfræðingur í orkumálaráðgjöf hjá EfluPáll Erland, framkvæmdastjóri SamorkuLovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku Á fundinum verður vefurinn opnaður og kynnt ný greining um efnahagslegan ávinning Íslands af orkuskiptum. Skráningar er óskað á si.is.
Stefnumótunardagur Samorku 2023 Stefnumótunardagur Samorku verður haldinn þann 17. febrúar á Fosshótel Reykjavík, sem staðsett er í Þórunnartúni. Bjarni Snæbjörn Jónsson, ráðgjafi hjá DecideAct, leiðir fundinn og umræður. Við bjóðum fulltrúum aðildarfélaga okkar að taka þátt í stefnumótuninni með því að skrá sig til leiks í forminu hér neðar á síðunni. Miðað er við 1-2 fulltrúa frá hverju aðildarfyrirtæki. Dagskrá: 09.00 – 09.15: Opnun varaformanns Samorku – Sigurður Þór Haraldsson09.15 – 09.30: Dagskrá og fyrirkomulag fundarins – Bjarni Snæbjörn Jónsson09.30 – 10.00: Árangur og staða í kjölfar síðustu stefnumótunar10.00 – 10.15: Kaffihlé10.20 – 11.20: Áskoranir og tækifæri í ytra umhverfi11.20 – 12.30: Samorka framtíðar – óskastaða12.30 – 13.15: Hádegishlé 13.15 – 14.45: Greining á núverandi starfsemi, hvað er gott og hvað má betur fara14.35 – 14.45: Samantekt14.45 – 15.00: Kaffihlé15.00 – 15.45: Mikilvægustu áherslurnar í starfsemi og umgjörð framávið15.45 – 16.00: Samantekt og lokaorð16.00 – 17.00: Léttar veitingar
Menntadagur atvinnulífsins 2022 Menntadagur atvinnulífsins fer fram 25. apríl næstkomandi. Dagurinn er nú haldinn í raunheimum eftir strangt tímabil fjarviðburða. Yfirskrift dagsins að þessu sinni er stafræn hæfni. Frábærir fyrirlesarar og upplýsandi málstofur. Menntatorg atvinnulífsins verður á sínum stað. Ráðherrar menntamála, sem nú skiptast á þrjú ráðuneyti, verða á staðnum og taka þátt í pallborði um sína aðkomu að menntamálum. Menntaverðlaun atvinnulífsins verða einnig afhent af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Verðlaun eru sem fyrr veitt í tveimur flokkum; menntafyrirtæki ársins og menntasproti ársins.Það verður forvitnilegt að sjá hvaða fyrirtæki bætast í hóp þeirra fyrirtækja sem hafa hlotið verðlaunin til þessa. Íslandshótel voru menntafyrirtæki ársins og Domino’s menntasproti ársins árið 2021. Dagskrá menntadagsins:09:00 – 10:30: Menntadagur atvinnulífsins – formleg dagskrá10:30 – 11:00: Menntatorg og netagerð11:00 – 12:00: Málstofur Vinsamlegast skráið ykkur á viðburðinn með því að smella hér: Skráning.
Græn framtíð: Hvað þarf til? Opinn ársfundur Samorku verður haldinn þriðjudaginn 15. mars í Norðurljósum, Hörpu og hefst kl. 13. Græn framtíð: Hvað þarf til? Umfjöllunarefni fundarins er þau tækifæri og áskoranir sem felast í því markmiði stjórnvalda að Ísland verði jarðefnaeldsneytislaust innan fárra ára. Allir eru velkomnir á fundinn. Aðgangur er ókeypis en skráningar er óskað.
Aðalfundur Samorku 2022 Aðalfundur Samorku verður haldinn í Norðurljósum, Hörpu, þann 15. mars 2022. Fundurinn hefst kl. 10.30. Stefnt er að aðalfundi þar sem gestir mæta í eigin persónu. Mæting á staðinn og þá eftir atvikum fjöldi þeirra sem getur mætt, ræðst af þeim reglum sem þá munu gilda um samkomutakmarkanir. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á aðalfundinum með því að skrá ykkur hér fyrir neðan eigi síðar en mánudaginn 14. mars. Dagskrá: 10:00 Skráning10:30 Aðalfundarstörf Setning: Berglind Rán Ólafsdóttir, formaður stjórnar Samorku Dagskrá aðalfundar skv. lögum Samorku : Kjör fundarstjóra og fundarritara Skýrsla stjórnar Ársreikningur ásamt skýrslu endurskoðanda Fjárhagsáætlun Tillögur um lagabreytingar (engar) Tillögur kjörnefndar Kjör stjórnar, stjórnarformanns og endurskoðanda Kjör í kjörnefnd Önnur mál– Tillaga að leiðbeiningum fyrir kjörnefnd– Tillaga að ályktun aðalfundar 13.00 Opinn ársfundur: Græn framtíð – hvað þarf til? Ársfundurinn verður einnig í beinni útsendingu á heimasíðu Samorku. Nafn Netfang Fyrirtæki Ég þigg hádegisverð Skrá mig Δ
AFLÝST: Desemberfundur 2021 DESEMBERFUNDUR SAMORKU 2021 HEFUR VERIÐ SLEGINN AF Desemberfundur Samorku verður haldinn þann 2. desember 2021 milli kl. 15 og 17 á Icelandair hótel Natura. Ítarleg dagskrá verður birt síðar, en ætlunin er að halda áfram að kynna viðamikið starf í ráðum og hópum Samorku. Við fáum að heyra frá nokkrum ráðum og hópum og hvaða viðfangsefni þau hafa verið að fást við. Þegar dagskrá lýkur ætlum við að gæða okkur á jólapinnamat og drykkjum og eiga vonandi gott spjall áfram. Verð á fundinn: 6.500 kr. Fundurinn er eingöngu ætlaður starfsfólki aðildarfélaga Samorku.
Menntamorgnar: Hæfni í atvinnulífinu Menntamorgnar atvinnulífsins fara af stað aftur 7. október næstkomandi og hefst fyrsti fundur haustsins klukkan 8:30. Boðið verður upp á morgunkaffi en áætlað er að fundinum ljúki kl. 9:30. Menntamorgnar eru samstarfsverkefni SA og aðildarsamtaka. Fundurinn ber yfirskriftina Hæfni í atvinnulífinu … Hver ber ábyrgð á henni? Sigríður Guðmundsdóttir tók við starfi framkvæmdastjóra Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) í upphafi árs 2021. Sigríður hefur starfað um árabil í ýmsum mannauðs- og fræðslumálum m.a. sem fræðslu- og mannauðsstjóri Eimskips, ráðgjafi hjá Attentus – Mannauður og ráðgjöf og sem grunnskólakennari. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins er að stærstum hluta í eigu SA og ASÍ og hefur það hlutverk að veita fólki á vinnumarkaði sem ekki hefur lokið formlegu námi úr framhaldsskóla tækifæri til að afla sér menntunar eða bæta stöðu sína. Þessu hlutverki sinnir FA með því að greina, meta og þróa leiðir og aðferðir til að auka hæfni á vinnumarkaði í samstarfi við símenntunarmiðstöðvar og atvinnulífi um allt land. Í síbreytilegum heimi þar sem tækni og nýsköpun skipta sífellt meira máli hefur sjaldan verið mikilvægara að viðhalda hæfni og þekkingu í samræmi við kröfur atvinnulífsins. Sigríður ætlar í spjalli sínu að fara yfir verkfæri sem FA hefur þróað og geta nýst atvinnulífinu til aukinnar hæfniþróunar. Hröð tækniþróun eykur möguleikana á sveigjanlegum, skilvirkum og hagkvæmum valkostum þegar kemur að þessari fræðslu þar sem rafrænt námsumhverfi er í forgrunni. Með rafrænu námsumhverfi skapast lausnir og tækifæri fyrir öll fyrirtæki en ekki síst lítil og meðalstór fyrirtæki sem og fyrirtæki á landsbyggðinni. Morgunfundirnir eru frábær leið til að vera með puttann á púlsinum í fræðslu og símenntun fyrirtækja. Skráning á fundinn fer fram á heimasíðu SA.