Samorkuþing 2022

SAMORKUÞING 2022

RÁÐSTEFNA UM ORKU- OG VEITUMÁL

Samorkuþing 2022 verður haldið dagana 9. – 10. maí í Hofi á Akureyri. Nú skal haldið upp á 25 ára afmælisþing samtakanna sem fór á frest árið 2020 og 2021 – og er ætlunin enn að gera Samorkuþingið hið allra öflugasta hingað til.

Hér fyrir neðan er dagskráin eins og hún var fyrirhuguð 2021. Fyrirvari er um breytingar. Allar nánari upplýsingar verða sendar út þegar nær dregur. Aðildarfyrirtæki þurfa sjálf að bóka herbergi upp á nýtt, en herbergin hafa verið tekin frá á nýjum dagsetningum 2022. 

Boðið verður uppá fjölbreytta dagskrá með metnaðarfullum erindum og vinnustofum þar sem fjallað verður um alla þætti starfsemi aðildarfyrirtækja Samorku: Hitaveitur, vatnsveitur, fráveitur, framleiðslu, flutning, dreifingu og sölu á raforku – frá mörgum hliðum – allt frá auðlindum, framkvæmdum, stoðstarfsemi og til samskipta við viðskiptavini. Þá verða ýmis mikilvæg sameiginleg málefni tekin fyrir í sérstökum málstofum og vinnustofum, t.d loftslagsmál, skipulagsmál, veitustarfsemi, orkustefna, orkuskipti, jafnréttismál, orkuöryggi, samskiptamál, umhverfismál og fleira.

Gert er ráð fyrir að þingið verði sett kl. 9.45 mánudaginn 9. maí í og því ljúki um kl. 16 þriðjudaginn 10. maí. Full dagskrá verður birt á vef þingsins, samorkuthing.is, þegar nær dregur.

Upplýsingar um gistingu á Akureyri og flug eru neðst á þessari síðu.

VÖRU- OG ÞJÓNUSTUSÝNING

Á þinginu verður glæsileg vöru- og þjónustusýning þar sem helstu samstarfsaðilar orku- og veitufyrirtækja landsins verða á staðnum.

HÁTÍÐARKVÖLDVERÐUR

Hátíðarkvöldverður í Íþróttahöllinni verður á sínum stað á mánudagskvöldinu. Fordrykkur og svo glæsilegur þriggja rétta kvöldverður í kjölfarið.

Veisustjórn: Hinn vinsæli dúett Hundur í óskilum sér til þess að gestir hafi sig alla við að halda matnum niðri vegna hláturskasta.

PALLABALL

Það er svo enginn annar er poppkonungurinn Páll Óskar sem kórónar kvöldið með hressilegu balli!

NETAGERÐ FYRIR NÝLIÐA

Ungt fólk og nýliðar í orku- og veitugeiranum eru boðnir velkomnir á Bryggjuna á Akureyri í hádeginu á mánudeginum til að sýna sig og sjá aðra!

Pétur og Kolbrún Lilja hjá Leikfélagi Akureyrar hrista hópinn skemmtilega saman.

MAKA- OG GESTAFERÐ

Makar og aðrir gestir fá heilmikið fyrir sinn snúð á Samorkuþingi.

Mánudaginn 9. maí verður haldið af stað til nýja heimabæjar okkar allra, Húsavíkur, þar sem nýja Eurovision safnið verður heimsótt, súpa og pizzuhlaðborð á Ja Ja Ding Ding ásamt hinum ýmsu stoppum á leiðinni til og frá bænum.

Fararstjóri er Vilhjálmur „vandræðaskáld“ Bragason.

Ítarleg dagskrá verður birt síðar.

FLUG TIL AKUREYRAR

Fyrsta vél Icelandair að morgni fer kl. 7.10 frá Reykjavíkurflugvelli og er orðin fullbókuð.

Icelandair hefur bætt við vél sem fer kl. 8.30 að morgni 9. maí og svo annarri frá Akureyri þriðjudaginn 10. maí kl. 17.30. Endilega bókið ykkur flug sem fyrst.

Við minnum á að einhverjir gætu átt inneign frá 2020/2021 sem gildir enn.

Flugkóðar verða ekki í boði en Icelandair gefur tilboð í flug fyrir 10 eða fleiri. Beiðni um slíkt er fyllt inn á heimasíðu þeirra: https://www.icelandair.com/is/pakkaferdir/hopabokun/

GISTING FYRIR GESTI SAMORKUÞINGS

Tekin hafa verið frá herbergi á ýmsum gististöðum. Hvert og eitt aðildarfyrirtæki sér svo um að bóka þau til sín með eftirfarandi hætti:

ICELANDAIR HÓTEL (UPPBÓKAÐ): 
Til að bóka þarf að senda póst á miceres@icehotels.is og vísa í bókunarnúmer 559946 eða taka fram Samorkuþing.

KEA HÓTEL (UPPBÓKAÐ):

Til að bóka þarf að senda póst á disarun@keahotels.is og vísa í bókunarnúmer 20827581.

Hótel Norðurland:

Tekin hafa verið frá um 40 herbergi fyrir Samorkuþing. Bóka skal með því að hringja í 462-2600 eða senda póst á booking@hotel-nordurland.is.

Sæluhús:

Tekin hafa verið frá fjögur hús og 10 stúdíóíbúðir hjá Sæluhúsum.

Húsin eru með heitum potti og taka 7 manns (ath að eitt herbergjanna er kojuherbergi). Verð 35.000 nóttin.
Stúdíóíbúð með heitum potti: 14.500 kr. nóttin.

Til að bóka skal senda póst á saeluhus@saeluhus.is og vísa í bókunarnúmer 474182A.

Hótel Akureyri, Hafnarstræti:

Samorka á frátekin 12 herbergi og einhver fleiri eru laus til viðbótar þar og á gistiheimilinu Akurinn. Hringja á í síma 462-5600 til að bóka, herbergin eru á nafni Samorku.

Hótel Centrum, Hafnarstræti:

Samorka á frátekin 18 herbergi, þar af fimm stúdíóíbúðir. Til að bóka skal senda póst á reception@centrum-hotel.is, bókunarnúmer 22801363 og taka fram Samorkuþing. Einnig er að hægt að hringja í síma 773-6600. Hægt er að bæta við morgunmat.

Ef fleiri herbergjum verður bætt við á öðrum stöðum í bænum bætast þær upplýsingar þá hér við.

Hótel Kjarnalundur, Kjarnaskógi:

Samorka á frátekin um 40 herbergi fyrir gesti Samorkuþings. Til að bóka skal senda póst á info@kjarnalundur.is og taka fram að að þið viljið herbergi sem eru á nafni Samorku. Einnig er hægt að hringja í síma 460-0060.

VINSAMLEGAST SKRÁIÐ YKKUR HÉR FYRIR NEÐAN:

Hvar eru rafbílarnir?

hvar_eru_rafbilarnir

 

Íslandsbanki, Ergo og Samorka bjóða á morgunfund um rafbílavæðingu Íslands í Hörpu þann 10. nóvember. Rætt verður um þá innviði sem hér eru til staðar og hversu raunhæfir kostir rafbílar séu í dag og á komandi árum.

Málþing: Örplast í skólpi

Vatns- og fráveitufélag Íslands, VAFRÍ, og Samorka halda opið málþing þann 15. nóvember um örplast í skólpi. Málþingi er haldið í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, og stendur frá 13.30-16.

Málþinginu er ætlað að varpa ljósi á þá þekkingu sem til er um málefnið hér á landi, um upptök og afdrif örplasts í skólpi og mögulegum hreinsiaðferðum til verndar lífríkis í viðtaka skólps.

Nánari upplýsingar um dagskrá og skráningu má sjá á heimasíðu VAFRÍ.

 

 

Menntun og mannauður: Starfsþjálfun í fyrirtækjum

Fundaröðin Menntun og mannauður heldur áfram í Húsi atvinnulífsins fimmtudaginn 20. október frá kl. 8.30-10.

Að þessu sinni verður kynning á TTRAIN (Tourism training) verkefninu, en það snýst um að mennta einstaklinga innan ferðaþjónustufyrirtækjanna og endurmennta þá sem fyrir eru. Sambærilegt verkefni hefur verið útfært fyrir verslunina á Íslandi þannig að það getur haft breiða skírskotun, þ.e.a.s. hentar ekki endilega einungis aðilum í ferðaþjónustu.

Nánari upplýsingar og dagskrá má sjá á vef Samtaka atvinnulífsins.

Samtök atvinnulífsins, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök iðnaðarins, Samorka og Samtök verslunar og þjónustu standa að fundaröðinni Menntun og mannauður sem mun standa til vors 2017.

Nýjar víddir jarðvarmans á haustfundi JHFÍ

Haustfundur JHFÍ verður haldinn fimmtudaginn 13. október næstkomandi, frá 15:00-16:30. Fundurinn verður haldinn hjá Orkuveitu Reykjavíkur, að Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík.

Þema fundarins er „Nýjar víddir jarðvarmans“ og kaffi og meðlæti er í boði OR.

Dagskrá:

15:00 – 15:05
Setning fundarins Kristín Vala Matthíasdóttir, formaður Jarðhitafélags Íslands

15:05 – 15:10
Úthlutun á styrk JHFÍ

15:10 – 15:15
Ávarp fundarstjóra Fulltrúi frá Konum í Orkumálum

15:15 – 15:30
Vistferilsgreining á rafmagni og heitu vatni frá Hellisheiðarvirkjun Marta Rós Karlsdóttir, forstöðumaður auðlinda, Orku Náttúrunnar

15:30 – 15:45
CarbFix verkefnið: Kolefnisbinding á jarðhitasvæðum Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir, doktorsnemi í jarðefnafræði, Háskóla Íslands

15:45 – 15:55
Uppfærsla á þrívíðu hugmyndalíkani af jarðhitasvæðinu í Kröflu Unnur Þorsteinsdóttir, jarðfræðingur, ÍSOR

15:55 – 16:05
Efnisval og prófanir á húðunarefnum fyrir Jarðhitahverfla Helen Ósk Haraldsdóttir, meistaranemi, Háskóla Íslands

16:05 – 16:20
Role of multidisciplinary geothermal exploration for drilling, monitoring and modelling Maryam Khodayar, jarðfræðingur, ÍSOR

16:20 – 16:30
Lokaorð fundarstjóra og fundarslit

Norræna vatnsveituráðstefnan í Hörpu

Helgi Jóhannesson, stjórnarformaður Samorku, setur Norrænu vatnsveituráðstefnuna í Hörpu
Helgi Jóhannesson, stjórnarformaður Samorku, setur Norrænu vatnsveituráðstefnuna í Hörpu

Fátt er mikilvægara en aðgengi að heilnæmu og góðu vatni. Til þess þarf góðar vatnsveitur, reglubundnar rannsóknir og framþróun.

Norræna vatnsveituráðstefnan, sú tíunda í röðinni, hófst í Hörpu í Reykjavík í dag, miðvikudaginn 28. september. Þar koma saman helstu vísindamenn og sérfræðingar Norðurlandanna í drykkjarvatni. Um 300 manns taka þátt í ráðstefnunni og flutt verða hátt í 100 erindi um helstu viðfangsefni vatnsveitna á Norðurlöndum.

Helgi Jóhannesson, stjórnarformaður Samorku og framkvæmdastjóri Norðurorku, setti ráðstefnuna og bauð gesti velkomna. Þá ávarpaði Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fundargesti. Hann ræddi mikilvægi drykkjarvatns og hversu mikilvægt hreint vatn er ímynd Íslands.

Aðalfyrirlesarar dagsins eru María Jóna Gunnarsdóttir frá Háskóla Íslands og Mia Bondelind hjá Chalmers Tekniske Högskola í Gautaborg í Svíþjóð.

María Jóna fjallaði um það sem huga þarf að hjá litlum vatnsveitum á Norðurlöndum (þ.m.t. á Íslandi), sem lúta oft öðrum eftirlitsreglum en þær stærri vegna þess að þær eru oft til einkanota eða þjónusta lítið landsvæði. Hins vegar sjá þær nú í auknum mæli töluvert stærri fjölda fólks fyrir vatni vegna fleiri ferðamanna. Fylgjast þurfi betur með þessu, því flest frávik sem mælast í drykkjarvatni á Norðurlöndum koma frá litlum vatnsveitum. Litlar vatnsveitur þjónusta um þrjár milljónir íbúa á Norðurlöndum.

María Jóna Gunnarsdóttir flytur erindi sitt um litlar vatnsveitur á Norðurlöndum.
María Jóna Gunnarsdóttir flytur erindi sitt um litlar vatnsveitur á Norðurlöndum.

María Jóna telur nauðsynlegt að skylda litlar vatnsveitur til að gangast undir reglubundið eftirlit og taka upp innra eftirlit, til að ganga úr skugga um að vatnið sem þær veita sé heilnæmt.

Mia Bondelind fjallaði um traust fólks á vatnsveitum, áhættumat almennings þegar kemur að drykkjarvatni og almennt um viðhorf til drykkjarvatns, þar sem Norðurlandabúar taki hreinu drykkjarvatni almennt sem sjálfsögðum hlut.

Mia Bondelind flytur erindi sitt um viðhorf til drykkjarvatns
Mia Bondelind flytur erindi sitt um viðhorf til drykkjarvatns

Bondelind sagði mikilvægt að almenningur hafi góðan aðgang að upplýsingum og að vatnsveitur leggi sig fram við að veita þær, bæði þegar allt gengur eðlilega fyrir sig og ef eitthvað fer úrskeiðis.

Norræna vatnsveituráðstefnan er haldin annað hvert ár og nú í tíunda sinn. Ráðstefnunni lýkur á föstudag. Nánari upplýsingar um dagskrá og almennar upplýsingar um ráðstefnuna má finna á heimasíðu hennar.

Nýjungar í starfsmenntun

Fundaröðin Menntun og mannauður hefst þriðjudaginn 20. september í Húsi atvinnulífsins. Fjallað verður um nýjungar í starfsmenntun að þessu sinni og hvað er í gangi í málaflokknum þetta haustið. Samtök atvinnulífsins, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök iðnaðarins, Samorka og Samtök verslunar og þjónustu standa að fundaröðinni sem mun standa til vors 2017.
 

Breytingar á umhverfi orkufyrirtækja

Netorka býður til ráðstefnu um breytingar á umhverfi orkufyrritækja á Norðurlandi og Íslandi þann 19. maí frá 13-17 í húsi OR, Bæjarhálsi 1. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir á meðan pláss leyfir en skráningar er óskað.