15. nóvember 2023 Bretta þarf upp ermar til að ná settum markmiðum – Guðlaugur Þór Þórðarson Podcast: Play in new window | Download (Duration: 48:45 — 45.5MB)Subscribe: Apple Podcasts | Spotify | Android | RSS | More Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir stjórnmálin hafa brugðist í grænorkumálum og sofið hafi verið á verðinum í gegnum tíðina. Staðan í orkuöryggi þjóðarinnar sé alvarlegri en fólk átti sig á. Þó sé ekki öll nótt úti enn, en bretta þurfi upp ermar til að ná settum markmiðum í loftslagsmálum. Ísland hafi alla burði til að verða mekka græns hugvits. Guðlaugur Þór og Lovísa Árnadóttir fara yfir víðan völl í orkumálunum í þessum þætti. Þátturinn var tekinn upp 9. nóvember, degi áður en Grindavík var rýmd vegna yfirvofandi eldgosahættu.