Brennisteinsvetni og förgun affallsvatns á aðalfundi Jarðhitafélagsins 30. apríl 5. apríl 2013 Jarðhitafélag Íslands heldur aðalfund sinn þriðjudaginn 30. apríl í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur. Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum fjallar Bjarni Már Júlíusson, verkefnastjóri, um brennisteinsvetni og Þráinn Friðriksson, jarðefnafræðingur hjá ÍSOR, fjallar um förgun affallsvatns frá jarðhitavirkjunum. Sjá nánar á vef Jarðhitafélags Íslands.