Beint streymi frá Veðri og veitum

Bein útsending frá opnum fundi Samorku um áhrif loftslagsbreytinga á veituinnviði.

Veituinnviðir og þá sérstaklega fráveituinnviðir eru viðkvæmir fyrir flóðum, aukinni rigningu og öðrum loftslagsbreytingum. Á fundinum munum við fræðast um þær áskoranir sem veitur um allt land standa frammi fyrir og þær aðgerðir sem verið er að ráðast í til að aðlagast eða draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.

Fram koma:

Hildigunnur Thorsteinsson, forstjóri Veðurstofunnar

Hlöðver Stefán Þorgeirsson, ráðgjafi í fráveitumálum

Pétur Krogh Ólafsson, forstöðumaður Sjálfbærni og viðskiptaþróunar hjá Veitum

Ágúst Þór Bragason, deildarstjóri þjónustumiðstöðvar hjá Árborg

Aðalsteinn Þórhallsson, framkvæmdastjóri HEF Veitna