6. október 2016 Ánægja með vatnsveituráðstefnu Norrænu vatnsveituráðstefnunni lauk á dögunum, en hún er haldin annað hvert ár á Norðurlöndunum. Í ár fór ráðstefnan fram á Íslandi og þótti takast með eindæmum vel. Hún var haldin í Hörpu, nánar tiltekið í Silfurbergi og Björtuloftum. Veðrið skartaði sínu fegursta og útsýnið úr Hörpu var frábært, svo það gerði góða ráðstefnu enn ánægjulegri. Um 300 þátttakendur mættu til leiks og erindin voru alls um 100 talsins og til gamans má geta að meirihluti þeirra sem þau fluttu voru konur. Philip McCleaf frá Uppsala Vatten och Avlopp AB varð hlutskarpastur í kosningu um besta erindið og fékk peningaverðlaun fyrir. Næst verður ráðstefnan haldin í Noregi árið 2018. Ráðstefnugestir voru á öllum aldri