10. maí 2021 Almar ráðinn fagsviðsstjóri Samorku Almar Barja hefur verið ráðinn fagsviðsstjóri hjá Samorku. Almar útskrifaðist með M.Sc. í sjálfbærum orkufræðum frá Iceland School of Energy árið 2015 og er einnig með B.Sc. í jarðfræði frá Háskóla Íslands. Undanfarin fimm ár hefur Almar unnið sem hagfræðiráðgjafi hjá bresku ráðgjafastofunni Economic Consulting Associates. Þar vann hann með alþjóðastofnunum eins og World Bank, EBRD og fjölda ríkisstjórna að verkefnum tengdum orku- og veitumálum. Almar kom til starfa í dag og bjóðum við hann hjartanlega velkominn til Samorku.