15. maí 2006 Áhrif veðurfarsbreytinga á endurnýjanlegar orkulindir Á undanförnum árum hefur verið unnið að norrænu samstarfsverkefni um áhrif loftslagsbreytinga á endurnýjanlega orkugjafa. Verkefnið er kallað Climate and Energy og er fjármagnað af Norræna orkusjóðnum (Nordisk energiforsking) og fyrirtækjum innan norræna orkugeirans, þ.m.t. Landsvirkjun. Þátttakendur í verkefninu eru flestar veður- og vatnafræðistofnanir Norðurlanda svo og margir háskólar og rannsóknastofnanir og hefur verið sett á laggirnar víðfemt net vísindamanna sem vinna saman að þessu mikilvæga verkefni. Meginhópar verkefnisins fjalla um hinar endurnýjanlegu auðlindir: Vatnsafl, lífmassa,sólarorku og vindorku. Verkefninu lýkur á þessu ári og af því tilefni hefur verið ákveðið að kalla til evrópskrar ráðstefnu undir heitinu : European Conference on Impacts of Climate change on Renewable Energy Sources, EURENEW. Ráðstefnan verður haldin á Hotel Nordica í Reykjavík, dagana 5. – 9. júní sumar og er gert ráð fyrir að um 200 manns sæki hana. Upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á vefslóðinni: www.os.is/eurenew2006/