21. apríl 2008 Aðalfundur Jarðhitafélags Íslands á morgun, þriðjudag Aðalfundur Jarðhitafélags Íslands verður haldinn á morgun, þriðjudaginn 22. apríl, í húsakynnum Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1. Fundurinn hefst kl. 15:30. Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum mun Guðjón Axel Guðjónsson, skrifstofustjóri í iðnaðarráðuneyti kynna stjórnarfrumvarp um breytingu á lögum á auðlinda- og orkusviði. Boðið verður upp á kaffiveitingar í fundarlok.