11. desember 2006 Nýr starfsmaður til Samorku Gústaf Adolf kemur frá Samtökum atvinnulífsins, þar sem hann hefur s.l. 5 ár gegnt starfi forstöðumanns stefnumótunar- og samskiptaviðs. Hjá Samorku mun hann gegna starfi aðstoðarframkvæmdastjóra og sem slíkur mun hann starfa að upplýsinga- og kynningarmálum, ásamt því að vera staðgengill framkvæmdastjóra. Gústaf Adolf hefur störf um n.k. áramót og bíður stjórn og starfsfólk hann velkominn til starfa.