9. nóvember 2020 Nýr upplýsingavefur um rafbíla Stöðug fjölgun rafbíla kallar á ýmsar áskoranir, s.s. varðandi drægni, búnað, leyfismál, öryggi og heimahleðslu, ekki síst í fjölbýli. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HSM, hefur opnað nýjan upplýsingavef um rafbíla og hleðslu þeirra. Á síðunni má finna yfirgripsmiklan fróðleik um drægni, búnað, leyfismál, öryggi og heimahleðslu, sér í lagi í fjölbýli og hægt er að horfa á fræðslumyndbönd um hleðsluaðferðir, hleðslutíma, drægni, aflþörf, hleðslu í nýjum og eldri byggingum, leyfismál, kröfur og öryggismál.