3. júlí 2008 Hjörleifur B. Kvaran nýr í stjórn Samorku, Tryggvi Þór Haraldsson nýr varaformaður Á sérstökum auka-aðalfundi Samorku var Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, kjörinn nýr meðstjórnandi í stað Guðmundar Þóroddssonar sem nýlega sagði sig frá stjórnarsetu. Þá var Guðmundur Davíðsson, framkvæmdastjóri Hitaveitu Egilsstaða og Fella, kjörinn nýr varamaður í stjórn í stað Hreins Hjartarsonar sem nýlega sagði sig frá setu sem varamaður í stjórn samtakanna. Á stjórnarfundi í kjölfarið var Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri Rarik, kjörinn varaformaður en Guðmundur Þóroddsson hafði gegnt því embætti. Tryggvi gegndi áður embætti ritara stjórnar og tók Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, við því. Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja gegnir áfram embætti gjaldkera og Franz Árnason, forstjóri Norðurorku, gegnir áfram embætti formanns, en til þess embættis er kosið beint á aðalfundi. Sjá nánar um skipan stjórnar Samorku.