21. mars 2011 Innri raforkumarkaður ESB og Íslands – Opinn fundur 23. mars Miðvikudaginn 23. mars, kl 12:15, verður haldinn opinn fundur á vegum Lagastofnunar Háskóla Íslands þar sem fjallað verður um tilskipun 2009/72/EB um sameiginlegar reglur um innri markað ESB fyrir raforku, sem kom til framkvæmda innan ESB nú í byrjun mars. Einnig verður fjallað um samkeppnisreglur ESB og íslenska löggjöf á þessu sviði. Samorka hefur styrkt rannsóknarstöðu við Lagastofnun til að rannsaka raforkulöggjöf ESB og Íslands. Fundurinn verður haldinn í stofu 101 í Lögbergi. Sjá nánar á vefsíðu Lagastofnunar.