Starf framkvæmdastjóra veitusviðs

Samorka auglýsir laust til umsóknar starf framkvæmdastjóra hita-, vatns- og fráveitusviðs á skrifstofu samtakanna.

Helstu verkefni:
•    Umsjón með starfi fagráða umræddra veitusviða o.fl. hópa á vegum samtakanna
•    Umsjón með vinnslu handbóka og tæknilegra tengiskilmála
•    Skipulagning og umsjón með framkvæmd námskeiða og funda
•    Þátttaka í mótun stefnu um starfsumhverfi veitnanna og í samskiptum við ráðuneyti og opinberar stofnanir

Menntunar- og hæfniskröfur:
•    Tæknimenntun á sviði bygginga eða véla og/eða önnur menntun sem nýtist í starfi
•    Góð almenn tölvufærni
•    Góð íslensku- og enskukunnátta, Norðurlandamál einnig kostur
•    Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
•    Færni og lipurð í mannlegum samskiptum
•    Starfsreynsla hjá veitufyrirtæki er mikill kostur

Umsóknir skulu sendar til framkvæmdastjóra, Gústafs Adolfs Skúlasonar (gustaf (hjá) samorka.is), sem einnig veitir upplýsingar um starfið.

Umsóknarfrestur er til 14. júní nk., en gert er ráð fyrir að nýr starfsmaður hefji störf mánudaginn 2. september.