2. janúar 2014 Orka náttúrunnar tekur til starfa Um áramót tók Orka náttúrunnar við rekstri virkjana Orkuveitu Reykjavíkur og allri raforkusölu. Fyrirtækið er opinbert hlutafélag alfarið í eigu Orkuveitunnar og er sett á fót til að uppfylla ákvæði raforkulaga um aðskilnað sérleyfis- og samkeppnistarfsemi. Viðskiptavinir Orku náttúrunnar eru um 75.000 talsins og eru viðskiptin misjafnlega umfangsmikil, allt frá heimilum til álvers. Framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar er Páll Erland. Sjá nánar á vef ON.