19. febrúar 2014 Jarðlagnanámskeið Samorku 2014 Jarðlagnanámskeið Samorku var haldið mánudaginn 17. febrúar síðastliðinn. Námskeiðið var vel sótt, yfir 60 manns tóku þátt, og komust mun færri að en vildu. Samorka vill koma á framfæri þökkum, bæði til þátttakenda, og til leiðbeinenda fyrir framúrskarandi fyrirlestra. Ennfremur þakkar Samorka Orkuveitu Reykjavíkur fyrir góða samvinnu við að halda námskeiðið. Vegna mikillar eftirspurnar er nú til skoðunar að halda námskeiðið aftur á næstunni og er frekari fregna að vænta af því. Fyrir hönd Samorku Sigurjón N. Kjærnested – Framkvæmdastjóri veitusviðs