7. september 2017 Þjóðhagslegur ávinningur af rafbílavæðingu greindur Frá undirritun samningsins í húsakynnum Samorku í dag. Frá vinstri: Erla Sigríður Gestsdóttir frá ANR, Páll Erland framkvæmdastjóri Samorku, Brynhildur Davíðsdóttir frá HÍ, Eyjólfur Ingi Ásgeirsson frá HR, og Jón Björn Skúlason frá Íslenskri NýOrku og Grænu Orkunni. Á myndina vantar Sigurð Inga Friðleifsson frá Orkusetri. Samorka, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Græna Orkan, Íslensk NýOrka og Orkusetur hafa gengið til samstarfs við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík um gerð skýrslu um þjóðhagslegan ávinning af rafbílavæðingu á Íslandi. Samningurinn var undirritaður í húsakynnum Samorku í dag. Markmiðið með skýrslunni er að fá góða yfirsýn yfir þann margþætta ávinning sem rafbílavæðing í samgöngum hefur fyrir íslenskt samfélag og gera niðurstöðurnar aðgengilegar svo þær nýtist sem flestum í þeim tilgangi að hafa jákvæð áhrif á þróun orkuskipta í samgöngum á Íslandi. Markmiðið er einnig að niðurstöðurnar verði mikilvægt innlegg í umræðu um loftslagsmál á Íslandi og því brýna verkefni að nýta innlenda, umhverfisvæna orkugjafa í samgöngum innanlands. Vinna við skýrsluna hefst á næstu dögum. Lokaniðurstöðum skal skilað eigi en 15. febrúar og verða þær kynntar í framhaldinu. Samorka gat komið að fjármögnun skýrslunnar með myndarlegri aðkomu HS Orku, Landsvirkjunar, Orku náttúrunnar, Orkusölunnar og Veitna. Fulltrúar frá aðildarfyrirtækjum Samorku ásamt þeim sem standa að skýrslunni. Á myndina vantar fulltrúa frá ON og Veitum.