19. nóvember 2014 Alþjóðlegur dagur salerna – 19. nóvember Árið 2013 samþykkti allsherjarþing Sameinuðu Þjóðanna að 19. nóvember yrði skilgreindur sem alþjóðlegur dagur salerna. Samkvæmt nýjustu tölum frá UN water þá skortir yfir 2,5 milljarð einstaklinga fullnægjandi aðgengi að salernisaðstöðu. Heilbrigðisvandamálin vegna þessa eru eins og gefur að skilja gríðarleg. Samorka vill í tilefni dagsins vekja athygli á herferð UN Water til að taka á þessu máli og hvetja alla áhugasama til að taka þátt og hjálpa til. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu UN Water: