25. mars 2017 Verkefnastjóri á sviði rafmagns Samorka óskar eftir að ráða drífandi einstakling sem býr yfir miklu frumkvæði, skipulögðum vinnubrögðum og getu til að sinna mikilvægum og spennandi verkefnum. Samorka eru samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Aðildarfélög Samorku eru um 50 talsins og með starfsemi um allt land. Samtökin eru aðilar að Samtökum atvinnulífsins og eru staðsett í Húsi atvinnulífsins að Borgartúni 35. Hlutverk samtakanna er að starfrækja trúverðugan, fræðandi og jákvæðan vettvang um starfsemi orku- og veitufyrirtækja og styrkja þannig stöðu þeirra og rekstur. Helstu verkefni: • Móta starfsumhverfi orku- og veitugeirans. • Umsjón með starfi fag- og málefnahópa sem starfa á vettvangi samtakanna. • Skipulagning og umsjón með framkvæmd opinna funda um málefni orku- og veitugeirans. • Skipulagning námskeiða og fræðslu fyrir aðildarfyrirtæki samtakanna og geirann í heild. • Samstarf við ráðuneyti og opinberar stofnanir. • Eftirfylgni með nýrri stefnu samtakanna. Menntunar- og hæfniskröfur • Verkfræði/tæknifræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi. • Frumkvæði, sjálfstæð og öguð vinnubrögð. • Færni og lipurð í mannlegum samskiptum. • Góð hæfni til að tjá sig í ræðu og riti, bæði á íslensku og ensku. Bæði konur og karlmenn eru hvött til að sækja um starfið. Umsóknir skulu sendar til framkvæmdastjóra, Páls Erlands (pall@samorka.is), sem einnig veitir upplýsingar um starfið. Umsóknarfrestur er til 4. apríl.