10. ágúst 2015 Slæmar horfur á fyllingu miðlunarlóna Landsvirkjunar Kuldi og skýjafar hafa m.a. haft í för með sér að innan við helmingslíkur eru taldar á að Hálslón fyllist í sumar og svipaða sögu er að segja með Blöndulón, en staðan er betri á Þjórsársvæðinu. Haldi innrennsli í lónin áfram að vera nálægt lægstu mörkum, líkt og verið hefur í sumar, gæti þurft að minnka afhendingu á raforku í upphafi vetrar. Sjá nánar hér á vef Landsvirkjunar.