23. nóvember 2015 Kynning á viðtakarannsóknum fráveitu Mánudaginn 23. nóvember kl.12:30 er haldinn áhugaverður hádegisfundur í Orkuveitu Reykjavíkur, þar sem Guðjón Atli Auðunsson efnafræðingur hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands mun kynna niðurstöður rannsókna sinna á viðtaka fráveitu. Rannsóknir hafa verið gerðar á viðtaka fráveitu frá því áður en hreinsistöðvarnar í Ánanaustum og Klettagörðum voru teknar í notkun og síðan með nokkurra ára millibili, skv. starfsleyfi. Niðurstöður síðustu rannsókna voru gefnar út í skýrslu nú í vor og þær sýna að losun skólps hefur lítil sem engin áhrif á gæði sjávar, hegðun og samsetningu sets og á lífríkið í kringum útrásarendana. Skýrsluna má finna á vef Orkuveitu Reykjavíkur.