6. ágúst 2025 Mikilvægast að styrkja bakbeinið í flutningskerfi raforku Orkuskipti og aukin eftirspurn eftir raforku kallar á mikla samvinnu í uppbyggingu raforkuinnviða. Kerfisáætlun Landnets hefur það hlutverk að áætla hvar og hvenær nýjar línur verða byggðar upp eða styrktar og þannig tryggja öruggan flutning raforku á milli landshluta. En uppbyggingin er umfangsmikil og mikilvægt að forgangsraða þeim verkefnum sem skila mestum ávinningi. Í þættinum fara þær Arngunnur Einarsdóttir sérfræðingur í viðskiptaþróun hjá Landsneti og Guðrún Margrét Jónsdóttir sérfræðingur í kerfisþróun hjá Landsneti yfir hvernig sú forgangsröðun verður til og mikilvægi samráðsvettvangsins sem kerfisáætlun er. Hægt er að hlusta og/eða horfa á þáttinn á öllum hlaðvarpsveitum.