Áhrif loftslagsbreytinga á veituinnviði

Veituinnviðir og þá sérstaklega fráveituinnviðir eru viðkvæmir fyrir flóðum, aukinni rigningu og öðrum loftslagsbreytingum.

Í þættinum heyrum við dæmi um nýleg áhlaup á fráveitur vegna öfga í veðurfari, fræðumst við um þær aðgerðir sem verið er að ráðast í til að aðlagast eða draga úr áhrifum loftslagsbreytinga, heyrum um mikilvægi þess að styrkir til fráveituframkvæmda verði áfram veittir og virku samtali þegar kemur að skipulagsmálum og frekari uppbyggingu veituinnviða.

Gestir þáttarins eru:

Aðalsteinn Þórhallsson, framkvæmdastjóri HEF Veitna, Ágúst Þór Bragason, deildarstjóri þjónustumiðstöðvar hjá Árborg pg Hlöðver Stefán Þorgeirsson, ráðgjafi í fráveitumálum. Þáttastjórnandi er Almar Barja, fagsviðsstjóri Samorku.

Aðalsteinn, Hlöðver, Ágúst og Almar við upptöku þáttarins