Fullkomnlega óviðandi umgjörð orkustarfsemi

Sú umgjörð sem orkufyrirtæki búa við er fullkomnlega óviðunandi. Samorka hefur lengi gagnrýnt ýmislegt í stjórnsýslunni hvað varðar þennan geira en ógilding virkjunarleyfis Hvammsvirkjunar er kornið sem fyllir mælinn.

Þetta er meðal þess sem Finnur Beck framkvæmdastjóri Samorku sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í gær en þar ræddu þeir Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi dómari stöðuna í ljósi nýlegs dóms þar sem virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var ógilt.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni á heimasíðu visir.is.

Skjáskot af heimasíðu visir.is