2. september 2008 100 ára afmælisdagskrá á alþjóðlegri ráðstefnu um hitaveitur Þriðjudaginn 2. september stóð Samorka fyrir dagskrá í tilefni af 100 ára afmæli hitaveitu á Íslandi, innan ramma alþjóðlegu ráðstefnunnar 11th International Symposium on District Heating and Cooling. Háskóli Íslands skipulagði ráðstefnuna í samstarfi við Samorku og Nordic Energy Research, og var hún haldin á Háskólatorgi dagana 1.-2. september (auk skoðunarferðar sunnudaginn 31. ágúst, þar sem m.a. var komið við í Hellisheiðarvirkjun). Opnun iðnaðarráðherra Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra opnaði afmælisdagskránna. Fjallaði hann um þessa 100 ára þekktu sögu, en jafnframt um 800 ára langa sögu ef talin væri með jarðhitanýting Snorra Sturlusonar! Össur fjallaði vítt og breytt um íslensk orkumál, mikilvægi jarðhitaveitunnar, þekkingu Íslendinga á nýtingu jarðhita, tækifæri í útrás, djúpborunarverkefnið og margt fleira. Að loknu opnunarávarpi iðnaðarráðherra tóku við fjögur erindi, sem nálgast mér hér að neðan, en dagskráin fór fram á ensku. On Geothermal Energy in Iceland Ólafur G. Flóvenz, General Director, ÍSOR – Iceland Geosurvey 100 Years of Geothermal Space Heating Sveinn Þórðarson, historian Geothermal Space Heating in Iceland – Closing the Circle Haukur Jóhannesson, Chief Geologist, ÍSOR – Iceland Geosurvey The Icelandic Deep Drilling Project Guðmundur Ómar Friðleifsson, Chief Geologist, representing IDDP