Samorka eru samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi

Innan samtakanna starfa fráveitur, hitaveitur, vatnsveitur, raforkuframleiðendur, raforkusalar og flutnings- og dreifingarfyrirtæki raforku.

Sjá nánar

Nýtt af nálinni

Umbylting orku- og veitukerfa framundan

Orkuskiptin eru gríðarlega stórt verkefni fyrir flutnings- og dreififyrirtæki raforku því álagið mun margfaldast með aukinni rafvæðingu. Í þættinum er farið yfir umfang verkefnisins með Hlín Benediktsdóttur hjá Landsneti, Kjartani Rolf Árnasyni hjá RARIK og Almari Barja hjá Samorku.

Tengjum við tækifærin: Ársfundur Samorku 2023

Ársfundur Samorku fjallar að þessu sinni um þær áskoranir og þau tækifæri sem felast í orkuskiptunum, með sérstakri áherslu á flutnings- og dreifikerfi raforku.

Allt um upprunaábyrgðir raforku

Upprunaábyrgðir raforku er hluti af samevrópskum loftslagsaðgerðum sem eiga að stuðla að orkuskiptum úr jarðefnaeldsneyti í endurnýjanlega orkugjafa. Hér eru algengar spurningar og svör um upprunaábyrgðir.

Orku- og veitumál í deiglunni

Fyrirhuguð reglugerð um fráveitur og skólp

Síðastliðið vor samþykkti Alþingi breytingar á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna sem fela í sér ný ákvæði um stuðning við uppbyggingu á fráveitum um land allt. Þetta átak í uppbyggingu á sér fyrirmynd í verkefni sem farið var í um síðastliðin aldamót og varð grunnur að miklu uppbyggingaátaki fráveitna, m.a. á höfuðborgarsvæðinu. Samorka hafði […]

Hálendisþjóðgarður

Samorka tekur ekki afstöðu með eða á móti stofnun hálendisþjóðgarðs. Hlutverk samtakanna er að benda á ákveðnar staðreyndir um núverandi frumvarp um hálendisþjóðgarð. Í nýrri orkustefnu fyrir Ísland kemur fram eftirfarandi framtíðarsýn: „Ísland er land hreinnar orku þar sem öll orkuframleiðsla er af endurnýjanlegum uppruna. Endurnýjanleg orkuframleiðsla gegnir grundvallarhlutverki í baráttunni gegn loftslagsvánni. Orkan er […]

Vindorka

Vindorka er sjálfsögð viðbót við þá endurnýjanlegu orkukosti sem nýttir eru í dag og er uppbygging hennar hér á landi tækifæri til að uppfylla þarfir þjóðarinnar fyrir græna orku á fjölbreyttari máta en nú er gert. Mikilvægt er að um vindorku sé gott lagaumhverfi sem liðkar fyrir hagnýtingu vinds í þágu samfélagsins en horfir um leið til umhverfisins. Þannig verður Ísland áfram í forystuhlutverki í nýtingu grænnar orku.

Rammaáætlun

Upphafleg markmið laga um rammaáætlun voru að sætta mismunandi sjónarmið með því að leggja faglegt mat á hvaða orkukosti landsins eigi að nýta til að uppfylla þarfir samfélagsins fyrir orku og verðmætasköpun og hvaða orkukosti eigi að fara í vernd. Samorka telur ljóst að markmiðin hafi ekki náðst og kallar eftir heildarendurskoðun á ferlinu og […]

Fréttir

Ársskýrsla 2022

Ársskýrsla Samorku kom út þann 15. mars. Þar má finna umfjöllun um það helsta úr starfi Samorku starfsárið 2022. Ársskýrslan...

Kristín Linda nýr stjórnarformaður

Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, var í dag kjörin stjórnarformaður Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja. Hún tekur við af Berglindi...

Tengjum við tækifærin: Ársfundur Samorku 2023

Ársfundur Samorku fjallar að þessu sinni um þær áskoranir og þau tækifæri sem felast í orkuskiptunum, með sérstakri áherslu á...

Myndbönd

Græn framtíð: Hvað þarf til?

Erindi Samorku á ársfundi samtakanna 15. mars 2022. Flytjendur eru Dagný Jónsdóttir og Jóhannes Þorleiksson.

Viðburðir

Fagþing hita-, vatns- og fráveitna 2023

Fagþing hita-, vatns- og fráveitna verður haldið á Hótel Selfossi dagana 4.-5. maí. Framkvæmda- og tæknidagurinn verður haldinn eftir hádegi...

Fimmtudagur 30 mars, 2023

Tengjum við tækifærin: Ársfundur Samorku 2023

Ársfundur Samorku fjallar að þessu sinni um þær áskoranir og þau tækifæri sem felast í orkuskiptunum, með sérstakri áherslu á...

Fimmtudagur 30 mars, 2023

Aðalfundur Samorku 2023

Aðalfundur Samorku verður haldinn á Grand hótel þann 15. mars 2023. Fundurinn hefst kl. 10.30 í fundarsalnum Gallerí. Vinsamlegast tilkynnið...

Fimmtudagur 30 mars, 2023



Í FREMSTU RÖÐ

LOFTSLAGSMÁL Í HNOTSKURN

Jarðvarmi og vatnsafl, vind- og sólarorka er umhverfisvæn orka - hún felur ekki eða að mjög takmörkuðu leyti í sér losun koltvísýrings og mengun umhverfisins.