Samorka eru samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi

Innan samtakanna starfa fráveitur, hitaveitur, vatnsveitur, raforkuframleiðendur, raforkusalar og flutnings- og dreifingarfyrirtæki raforku.

Sjá nánar

Nýtt af nálinni

Tökum réttu skrefin

Finnur Beck, framkvæmdastjóri Samorku skrifar: Íslenskt samfélag og atvinnulíf byrjar árið 2024 í þröngri stöðu þegar litið er til orkubúskaps þjóðarinnar. Þá hafa jarðskjálftar og eldgos á Reykjanesskaga stefnt orkuöryggi íbúa á Suðurnesjum í hættu. Stjórnendur og starfsfólk HS Veitna, HS Orku og Grindavíkurbæjar, sem reka innviði á svæðinu, hafa sýnt ótrúlega elju og útsjónarsemi […]

Óskað eftir tilnefningum til Menntaverðlauna

Menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent í Hörpu miðvikudaginn 14. febrúar 2024. Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála. Fyrirtækjum er velkomið að tilnefna sig sjálf.  Athugið að einungis má tilnefna skráð aðildarfélög SA. Tilnefningar berist í gegnum skráningarsíðu eigi síðar en þriðjudaginn 23. janúar.  Verðlaun eru sem fyrr […]

Landsvirkjun er umhverfisfyrirtæki ársins

Landsvirkjun var í dag útnefnt Umhverfisfyrirtæki ársins þegar Umhverfisverðlaun atvinnulífsins voru kynnt í dag. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin. Carbon Recycling International hlaut verðlaun fyrir framtak ársins á sviði umhverfismála.  Landsvirkjun fer með umsjón mikilvægra náttúruauðlinda landsins og gerir það á ábyrgan og auðmjúkan hátt. Lögð er áhersla á að þekkja umhverfisáhrif starfseminnar, […]

Orku- og veitumál í deiglunni

Fyrirhuguð reglugerð um fráveitur og skólp

Vorið 2021 samþykkti Alþingi breytingar á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna sem fela í sér ný ákvæði um stuðning við uppbyggingu á fráveitum um land allt. Þetta átak í uppbyggingu á sér fyrirmynd í verkefni sem farið var í um síðastliðin aldamót og varð grunnur að miklu uppbyggingaátaki fráveitna, m.a. á höfuðborgarsvæðinu. Samorka hafði […]

Vindorka

Vindorka er sjálfsögð viðbót við þá endurnýjanlegu orkukosti sem nýttir eru í dag og er uppbygging hennar hér á landi tækifæri til að uppfylla þarfir þjóðarinnar fyrir græna orku á fjölbreyttari máta en nú er gert. Mikilvægt er að um vindorku sé gott lagaumhverfi sem liðkar fyrir hagnýtingu vinds í þágu samfélagsins en horfir um leið til umhverfisins. Þannig verður Ísland áfram í forystuhlutverki í nýtingu grænnar orku.

Rammaáætlun

Upphafleg markmið laga um rammaáætlun voru að sætta mismunandi sjónarmið með því að leggja faglegt mat á hvaða orkukosti landsins eigi að nýta til að uppfylla þarfir samfélagsins fyrir orku og verðmætasköpun og hvaða orkukosti eigi að fara í vernd. Samorka telur ljóst að markmiðin hafi ekki náðst og kallar eftir heildarendurskoðun á ferlinu og […]

Fréttir

Viljayfirlýsing um orkuskipti og orkuöryggi

Landsnet, ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála, Vestmannaeyjabær, HS Veitur og aðilar úr atvinnulífinu í Vestmannaeyjum hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um...

Elko menntafyrirtæki ársins og Bara tala menntasproti ársins

Menntaverðlaun atvinnulífsins eru veitt fyrirtækjum sem skara fram úr í fræðslu- og menntamálum. Elko var útnefnt Menntafyrirtæki ársins og Bara...

Menntadagur atvinnulífsins 2024

Menntadagur atvinnulífsins 2024 verður haldinn í Hörpu miðvikudaginn 14. febrúar nk. kl. 09:00 – 10:30. Yfirskrift menntadagsins í ár er Göngum...

Myndbönd

Græn framtíð: Hvað þarf til?

Erindi Samorku á ársfundi samtakanna 15. mars 2022. Flytjendur eru Dagný Jónsdóttir og Jóhannes Þorleiksson.

Viðburðir

Fagþing raforku 2024

Fagþing raforku verður haldið dagana 23. – 24. maí 2024 á Hótel Örk í Hveragerði. Samhliða þinginu verður vöru- og...

22. maí 2024

Ársfundur Samorku 2024

Ársfundur Samorku verður haldinn þann 20. mars í Hörpu. Nánari dagskrá verður auglýst síðar.

20. mars 2024
Norðurljós, Harpa

Aðalfundur 2024

Aðalfundur Samorku verður haldinn miðvikudaginn 20. mars í Hyl, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á aðalfundinum með því...

20. mars 2024
Hylur, Borgartún 35Í FREMSTU RÖÐ

LOFTSLAGSMÁL Í HNOTSKURN

Jarðvarmi og vatnsafl, vind- og sólarorka er umhverfisvæn orka - hún felur ekki eða að mjög takmörkuðu leyti í sér losun koltvísýrings og mengun umhverfisins.