25. febrúar 2008 Vorfundur Jarðhitafélagsins á föstudag: Vannýtt tækifæri í lághitanýtingu Föstudaginn 29. febrúar heldur Jarðhitafélag Íslands vorfund sinn og er yfirskriftin að þessu sinni Vannýtt tækifæri í lághitanýtingu. Fundurinn verður haldinn í Orkugarði að Grensásvegi 9 og erindi flytja þau Haukur Jóhannesson jarðfræðingur á ÍSOR, Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri, Halldór Halldórsson formaður Sambands sveitarfélaga, Svanfríður Jónasdóttir bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð og Guðjón Axel Guðjónsson skrifstofustjóri í iðnaðarráðuneyti. Ásgeir Margeirsson formaður Jarðhitafélagsins setur fundinn. Sjá dagskrá hér.