7. febrúar 2025 Uppselt á vöru- og þjónustusýningu Samorkuþings Samorkuþing er stærsta fagráðstefna orku- og veitugeirans á Íslandi og haldin á þriggja ára fresti á Akureyri. Öflug vöru- og þjónustusýning er fastur liður á þinginu og var eftirspurnin eftir básum gríðarleg um leið og þeir fóru í sölu í desember. Nú hafa allir básar verið seldir og ljóst að alls verða 21 fyrirtæki sem kynna vörur sínar og þjónustu til gesta þingsins og komust færri að en vildu. Gestir Samorkuþings eru starfsfólk frá öllum aðildarfyrirtækjum Samorku í raforku-, flutnings- og vatnsmiðlastarfsemi, ráðgjöf og fleira. Aðsókn á þing hjá Samorku hafa farið vaxandi ár frá ári enda hafa þau fest sig í sessi sem hápunktur fræðslu- og þekkingarmiðlunar fyrir aðildarfyrirtæki Samorku. Næsta fagþing Samorku verður fagþing hita-, vatns- og fráveitna í maí 2026. Þar verður einnig vöru- og þjónustusýning. Áhugasamir aðilar, sem hafa áhuga á að vera með bás þar, geta haft samband við lovisa@samorka.is og komist á póstlista þegar sala bása hefst. Árið 2027 verður svo fagþing rafmagns.