Uppbygging flutningskerfis raforku – kynningarfundur 14. ágúst

Landsnet heldur opinn kynningarfund um tillögu að kerfisáætlun 2015-2024 og umhverfisskýrslu áætlunarinnar föstudaginn 14. ágúst kl. 9-10:30 á Hótel Natura í Reykjavík. Með breytingum sem Alþingi samþykkti á raforkulögum sl. vor var lagagrundvöllur kerfisáætlunar festur í sessi og hlutverk hennar skýrt enn frekar. Sjá nánar hér á vef Landsnets.