Umhverfisverðlaun atvinnulífsins 2018

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins voru afhent við hátíðlega athöfn í Norðurljósum í Hörpu á Umhverfisdegi atvinnulífsins. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin. Umhverfisfyrirtæki ársins er Toyota en framtak ársins á sviði umhverfismála á Skinney-Þinganes.

Í dómnefnd sátu Ragna Sara Jónsdóttir formaður dómnefndar, Bryndís Skúladóttir efnaverkfræðingur og Þorsteinn Ingi Sigfússon forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

Umhverfisdagur atvinnulífsins er árlegur viðburður en að honum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu.