29. nóvember 2023 Umhverfisdagur atvinnulífsins í beinni Umhverfisdagur atvinnulífsins er haldinn hátíðlegur í Hörpu í dag kl. 13:00-15:00 undir yfirskriftinni Á rauðu ljósi? Hér má fylgjast með streymi af viðburðinum: Dagurinn í ár er tileinkaður Loftslagsvegvísum atvinnulífsins sem afhentir voru Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra á vormánuðum. Þar komu fram 332 tillögur að aðgerðum sem eiga að stuðla að auknum samdrætti í losun atvinnugreinanna. Fróðlegar umræður og margmiðlunarefni fylla dagskrá sem lýkur með hinum árlegu Umhverfisverðlaunum atvinnulífsins sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhendir. Dagurinn er sameiginlegt verkefni SA, SAF, Samorku, SFF, SFS, SI og SVÞ.