26. september 2022 Umhverfisdagur atvinnulífsins 2022 Umhverfisdagur atvinnulífsins 2022 verður haldinn miðvikudaginn 5. október í Hörpu Norðurljósum kl. 09:00-10.30 undir yfirskriftinni Auðlind vex af auðlind. Húsið opnar kl. 08:30 með morgunhressingu. Dagurinn er árviss viðburður og að honum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu. Dagskrá umhverfisdagsins 5. október lýkur með afhendingu Umhverfisverðlauna atvinnulífsins og við tekur tengslamyndun og léttar veitingar fyrir fundargesti til kl. 11:00. Umhverfisverðlaun atvinnulífsins í ár verða veitt fyrirtækjum sem hafa staðið sig vel í umhverfismálum. Veitt verða tvenn verðlaun. Annars vegar verðlaun fyrir umhverfisfyrirtæki ársins og hins vegar framtak ársins. Venju samkvæmt afhendir forseti Íslands Umhverfisverðlaun atvinnulífsins. Í tengslum við Umhverfisdag atvinnulífsins er allur októbermánuður eyrnamerktur umhverfismálum og þá sér í lagi hringrásarhagkerfinu. Hringrásarhagkerfið snýst um hvernig nýta má hráefni á sem skilvirkastan hátt og fyrirbyggja t.a.m. sóun og losun gróðurhúsalofttegunda með breyttum áherslum í vöru- og þjónustuhönnun. Rannsóknir sýna að búast má við að hringrásarhagkerfinu fylgi jákvæð áhrif á efnahagslífið og landsframleiðslu. Einnig má búast við aukinni samkeppnishæfni hagkerfisins. DagskráFundarstjóri er Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku. SetningHalldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins ÁvarpGuðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, loftslags- og orkumálaráðherra Í átt að kolefnishlutleysiRannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi Pallborð Anna Þórdís Rafnsdóttir, verkefnastjóri sjálfbærni hjá Kviku og varaformaður IcelandSIFBjörk Kristjánsdóttir, forstjóri Carbon Recycling International (CRI) Höfum við tíma til að bíða lengur?Berglind Ósk Ólafsdóttir , sérfræðingur í sjálfbærni hjá BYKO Ný viðmið í sjávarútvegiPétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísi hf. Hringrás auðlinda – magn er máliðDagný Jónsdóttir, forstöðumaður Auðlindagarðs HS Orku. Pallborð Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa LónsinsÞorsteinn Kári Jónsson, forstöðumaður sjálfbærni og samfélagstengsla hjá MarelJón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri Samherji fiskeldiUmhverfisverðlaun atvinnulífsins 2022 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhendir verðlaun fyrir Umhverfisfyrirtæki ársins og Umhverfisframtak ársins.