30. mars 2023 Umbylting orku- og veitukerfa framundan Podcast: Play in new window | Download (Duration: 32:37 — 40.0MB)Subscribe: Apple Podcasts | Spotify | Android | RSS | More Orkuskiptin framundan skapa fjölmörg tækifæri fyrir íslenskt samfélag, en um leið eru þau ákaflega krefjandi verkefni. Að afla nægrar orku sem á að koma í stað jarðefnaeldsneytis er út af fyrir sig stórt verkefni en það er ekki síður stórt fyrir flutnings- og dreifikerfi raforku í landinu. Styrkja þarf kerfin umtalsvert til að mæta því stóraukna álagi sem fylgir aukinni rafvæðingu samfélagsins og sú uppbygging er mjög dýr. Í þættinum förum við yfir af hverju þetta er svona flókið verkefni fyrir flutnings- og dreififyrirtæki raforku og heyrum niðurstöður frumgreiningar Samorku á afl- og fjárfestingarþörf fyrir orkuskiptin. Viðmælendur þáttarins eru Hlín Benediktsdóttir, yfirmaður undirbúnings framkvæmda hjá Landsneti, Kjartan Rolf Árnason, deildarstjóri kerfisstýringar hjá RARIK og Almar Barja, fagsviðsstjóri Samorku.