13. ágúst 2025 Svikapóstur um ógreiddan rafmagnsreikning Samorka varar við svikapósti þar sem fólk er beðið að greiða ógreiddan rafmagnsreikning með þar til gerðum kóða á greiðslusíðu. Hér má sjá mynd af tölvupósti sem fór til viðskiptavina veitufyrirtækis í morgun. Póstur þessi er ekki frá raforkusalanum, hlekkurinn leiðir ekki inn á vefsíðu raforkusalans og Samorka bendir fólki á að smella alls ekki á hlekkinn og gefa ekki upp neinar persónu- og/eða fjárhagsupplýsingar. Samorka hvetur fólk til að hafa samband við þjónustuver viðkomandi raforkusala ef vafi leikur á um áreiðanleika tölvupósta. Einkenni netsvika eru gjarnan undarlegt eða óvenjulegt netfang, einkennilegt málfar, beiðni um kortanúmer eða innskráningu með skilríkjum og tilkynning um inneign eða skuld sem fólk á ekki von á.