Sólrún og Guðlaug í stjórn Samorku

Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra Veitna og Guðlaug Sigurðardóttir, fjármálastjóri Landsnets tóku í dag sæti í stjórn Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja. Sigurður Þór Haraldsson, veitustjóri Selfossveitna, var endurkjörinn í stjórn samtakanna til tveggja ára.

Í stjórninni sitja jafnframt áfram þau Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og formaður, Björk Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála hjá HS Orku, Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri Orkusölunnar og Páll Erland, forstjóri HS Veitna.

Hrefna Hallgrímsdóttir, forstöðumaður hitaveitu hjá Veitum, tekur sæti sem varamaður í stjórn en þar sitja áfram þeir Aðalsteinn Þórhallsson, framkvæmdastjóri HEF veitna, Eyþór Björnsson, forstjóri Norðurorku, Harpa Pétursdóttir, stjórnandi málefna haghafa og stjórnsýslu hjá Orku náttúrunnar og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.

Í fyrsta sinn í sögu Samorku eru konur í meirihluta stjórnar. Jafnt kynjahlutfall er þegar aðal- og varamenn eru taldir.

Stjórn Samorku er þannig skipuð að loknum aðalfundi 2024:

Aðalmenn:

Kristín Linda Árnadóttir, Landsvirkjun, formaður stjórnar

Björk Þórarinsdóttir, HS Orku

Guðlaug Sigurðardóttir, Landsneti

Páll Erland, HS Veitum

Magnús Kristjánsson, Orkusölunni

Sigurður Þór Haraldsson, Selfossveitum

Sólrún Kristjánsdóttir, Veitum

Varamenn:

Aðalsteinn Þórhallsson, HEF veitur

Eyþór Björnsson, Norðurorku

Harpa Pétursdóttir, Orka náttúrunnar

Hrefna Hallgrímsdóttir, Veitum

Hörður Arnarson, Landsvirkjun

Í upprunalegu útgáfu fréttarinnar var sagt að þetta væri í fyrsta sinn sem stjórn félagsins er að meirihluta skipuð konum. Það er ekki rétt og hefur verið leiðrétt.